FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Heiđmar framlengir um tvö ár hjá Hannover-Burgdorf

 
Handbolti
18:00 21. JANÚAR 2016
Heiđmar Felixson.
Heiđmar Felixson. MYND/HANNOVER-BURGDORF

Heiðmar Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, framlengdi í dag samning sinn við þýska 1. deildar félagið Hannover-Burgdorf til tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Heiðmar hefur undanfarin misseri stýrt yngri flokka starfi Hannover-Burgdorf, en aðallið félagsins er sem stendur í níunda sæti 1. deildar þýska boltans.

„Ég er mjög ánægður með að Heiðmar verður áfram hjá okkur. Það er gott að vinna með honum því mikil virðing er á milli beggja aðila. Fyrst og fremst er hann mikil fyrirmynd,“ segir Jens Bürkle, þjálfari Hannover-Burgdorf.

„Við viljum halda áfram á sömu braut og við erum á. Við viljum hafa reynslumikla menn í liðinu okkar í bland við unga og efnilega. Starf Heiðmars á að sjá til að við fáum mikið af ungum leikmönnum upp,“ segir Benjamin Chatton, framkvæmdastjóri þýska félagins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Heiđmar framlengir um tvö ár hjá Hannover-Burgdorf
Fara efst