Innlent

Hefur nokkrum sinnum séð nauðgun með berum augum

Samúel Karl Ólason skrifar
Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthen segist hafa nokkrum sinnum orðið vitni að nauðgun í gegnum tíðina. Hann segir nýja kynslóð komna upp sem neiti að samþykja þöggun og að nauðganir séu eðlilegur fórnarkostnaður útihátíða. Hins vegar séu alltaf úlfar inn á milli og þeir finni sína bráð.

Bubbi segir fyrsta skiptið hafa verið í Alþýðukjallaranum þann 6. júní árið 1980.

„Ég náði kauða skömmu seinna og sat inni um nóttina fyrir líkamárás ég var auðvita í öngvum rétti að berja hann það illa að hann fór á spítala,“ skrifar Bubbi á Facebook.

Hann varð einnig vitni af nauðgun á útihátíð í Húnaveri. Það skiptið segist Bubbi hafa náð manni sem hafði dregið drukkna stelpu á bakvið rútu. Sá maður segir Bubbi að hafi verið handtekinn af lögreglu. Þá varð hann vitni að tveimur nauðgunum út í Vestmannaeyjum.

Aðra segist Bubbi hafa séð af sviðinu þar sem hann var að spila með GCD. Vinkonur fórnarlambsins komu konunni til bjargar og „drógu manninn ofan af henni.“ Í hitt skiptið kom Bubbi að tveimur strákum með „dauða“ stelpu í tjaldi. Hann segir að þeir hafi látið sig hverfa þegar hann spurði þá hvað hafi verið í gangi og lét hann gæsluna vita.

„Ég sá hinsvegar á vertíðum á árunum 1974-79 hluti á verbúðum sem fylgja mér alla tíð,“ segir Bubbi.

Hann segir að í dag sé ný kynslóð sem neiti að samþykja þöggun og að nauðganir séu eðlilegur fórnarkostnaður útihátíða, þar sem níu til tólf þúsund ungmenn koma saman og nota „sterkasta eiturlyfið“ á markaðinum. Flest sé ekki orðin fullorðin og þá sé voðin vís.

„Við samþykjum ennþá svona orgíur sennilega ein fárra þjóða í heiminum ótölulaust að börn hópast saman til þess að dreka dópa ríða undir æðislegri tónlist í kösin verða alltaf úlfar á sama aldri og eldri því miður og þeir finna sína bráð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×