Körfubolti

Hefur aldrei áður gerst í sögu úrslitakeppni kvennakörfunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Lind Þrastardóttir og félagar í Keflavík eru komnar í sumarfrí í mars.
Sandra Lind Þrastardóttir og félagar í Keflavík eru komnar í sumarfrí í mars. Vísir/Vilhelm
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í gærkvöldi því tap á heimavelli á móti Grindavík þýddi að Grindavíkurkonur höfðu tekið fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í ár.

Þetta eru söguleg tíðindi enda í fyrsta sinn sem Keflavíkurkonur komast ekki í úrslitakeppnina í 24 ára sögu hennar. Keflavík hafði verið með allar götur frá því að fyrsta úrslitakeppnin fór fram vorið 1993.

Keflavík er það félag sem hefur oftast verið með í úrslitakeppni (23), oftast orðið Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni (11) og oftast komist í lokaúrslit (17) en aðeins KR hefur orðið oftar í öðru sæti.

Snæfell er nú það félag sem hefur verið lengst samfellt í úrslitakeppni kvenna en þetta verður sjöunda úrslitakeppnin í röð hjá Snæfellskonum.

Snæfell er líka eina félagið í úrslitakeppninni í ár sem hefur orðið Íslandsmeistari á undanförnum sex árum en Snæfellskonur hafa unnið titilinn undanfarin tvö ár.

Haukakonur eru með þriðja árið í röð og í tíunda sinn á ellefu árum og Grindavíkurkonur eru með annað árið í röð. Valur komst aftur í úrslitakeppnina í ár eftir eins árs fjarveru.

Félög sem hafa oftast komist í úrslitakeppnina hjá konunum:

23 - Keflavík

18 - Grindavík (með 2016)

17 - KR

11 - Haukar (með 2016)

10 - ÍS

7 - Snæfell (með 2016)

4 - Valur (með 2016)

3 - Hamar

3 - Njarðvík

2 - Tindastóll

2 - Breiðablik

1 - ÍR

1 - KFÍ

Úrslitakeppnir kvennaliðs Keflavíkur 1993-2016:

1993    Íslandsmeistari

1994    Íslandsmeistari

1995    Silfur

1996    Íslandsmeistari

1997    Undanúrslit

1998    Íslandsmeistari

1999    Silfur

2000    Íslandsmeistari

2001    Silfur

2002    Undanúrslit

2003    Íslandsmeistari

2004    Íslandsmeistari

2005    Íslandsmeistari

2006    Silfur

2007    Silfur

2008    Íslandsmeistari

2009    Undanúrslit

2010    Undanúrslit

2011    Íslandsmeistari

2012    Undanúrslit

2013    Íslandsmeistari

2014    Undanúrslit

2015    Silfur

2016    Ekki með




Fleiri fréttir

Sjá meira


×