Bíó og sjónvarp

Hefja sýningar næsta sumar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/HBO
Sjöunda þáttaröð Game of Thrones verður ekki sýnt fyrr en næsta sumar. Eftir nokkra vikna vangaveltur hafa HBO einnig staðfest að tökur fari fram hér á landi og að þáttaröðin verði einungis sjö þættir. Sem áður fara tökur fram að mestu Norður-Írlandi og á Spáni.

Hingað til hafa þættirnir verið frumsýndir á vorin í apríl. Í tilkynningu frá HBO segir að nú verði þeir frumsýndir í sumar, án þess að nánar sé farið út hvenær það gæti verið. Yfirmaður dagskrár hjá HBO segir að ástæðan fyrir töfunum sé veðráttan eins og David Benioff og D.B. Weiss sögðu frá á dögunum.

Þættirnir voru tilnefndir til 23 Emmy verðlauna á föstudaginn, en tafirnar á næstu þáttaröðu munu líklega valda því að Game of Thrones geti ekki verið tilnefnt til verðlauna á næsta ári samkvæmt Variety.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×