Innlent

Hefðbundinn viðbúnaður við Hvalfjarðargöng

Birgir Olgeirsson skrifar
Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. Vísir/GVA
Nú er að renna í garð ein mesta ferðahelgi ársins og má búast við töluverðri umferð frá höfuðborgarsvæðinu eftir því sem líður á daginn. Margir eru minnugir umferðarinnar sem var á milli Hvalfjarðarganga og Mosfellsbæjar um síðastliðna helgi. Marínó Tryggvason, öryggisfulltrúi Spalar ehf., segir umferðina hafa gengið hægt frá Mosfellsbæ og upp í göng síðastliðinn föstudag en göngin hafi ekki tafið hana.

„Kjalarnesið tók bara ekki við því sem göngin gátu afgreitt,“ segir Marínó í samtali við Vísi. Hann segir viðbúnað hjá Speli fyrir þessa helgi vera svipaðan og fyrir aðrar miklar ferðahelgar. Starfsfólk verður fengið til að ganga á bílaraðirnar og rukka inn í göngin þannig að ekki þurfi að bíða eftir komast að við afgreiðsluskýlið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×