Enski boltinn

Hef aldrei séð hann spila

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Alan Irvine, nýr knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, gekk frá kaupunum á Ideye Brown frá Dynamo Kiev á dögunum og varð hann dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Irvine sem tók við liði WBA fyrr í sumar hefur hinsvegar aldrei séð nígerska framherjann í leik. Hann ákvað að kaupa Ideye eftir að hann hafði fengið frábær meðmæli hjá útsendurum liðsins og séð myndbönd af honum á DVD-diskum.

„Það væri frábært ef hann næði sömu hæðum og Peter Odemwingie náði hjá félaginu. Ég veit ekki mikið um hann, ég hef ekki séð hann með mínum eigin augum en fólk sem við treystum mældu með honum.“

„Við höfum áður gert þetta og það hefur gengið vel og ég tel að gögnin sanni að hann eigi eftir að standa sig hjá félaginu,“ sagði Irvine.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×