Innlent

Héðinn Íslandsmeistari í skák eftir sigur á Hjörvari

Atli Ísleifsson skrifar
Héðinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfærandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins.
Héðinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfærandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Mynd/Skák.is
Héðinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfærandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins í skák sem fram fór í Hörpu í dag.

Héðinn hlaut 9,5 í 11 skákum. Í frétt Skák.is segir að frammistaða Héðins hafi samsvarað 2763 skákstigum og hækkar hann um 29 skákstig. Héðinn vann sjö síðustu skákirnar.

Þetta er í þriðja sinn sem Héðinn landar Íslandsmeistaratitli, en hann vann fyrst mótið árið 1990, þá fimmtán ára gamall. Hann endurtók svo leikinn árið 2011.

Hjörvar Steinn hlaut átta vinninga og varð annar. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason urðu jafnir í þriðja til fjórða sæti með 6,5 vinning. Einar Hjalti Jensson varð fimmti með sex vinninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×