Glamour

Hedi Slimane hjólar í tískugagnrýnanda

Ritstjórn skrifar
Hedi Slimane var áður yfirhönnuður Seint Laurent.
Hedi Slimane var áður yfirhönnuður Seint Laurent. Mynd/Getty
Fatahönnuðurinn Hedi Slimane hefur verið afar gagnrýndur fyrir veru sína hjá tískuhúsinu Saint Laurent. Þá aðallega vegna breytingana sem hann gerði en hann tók Yves í burtu frá Yves Saint Laurent. Eftir stóð Saint Laurent og gamlir aðdáendur merkisins voru allt annað en sáttir. 

Núna hefur hann ákveðið að hjóla í tískugagnrýnandann Cathy Horyn á Twitter en hún hélt því fram að Hedi hafi einnig viljað taka Y stafinn úr YSL vörunum. Skammstöfunin er á fylgihlutum tískuhússins. 

Samkvæmt tístunum hans er þetta hins vegar ekki satt og hann hafi alla tíð haldið upp á arfleið fyrirtækisins og ekki sparað notkunina á YSL skammstöfununum. 

Hægt er að sjá tístin hér fyrir neðan.








×