Lífið

HBO hættir framleiðslu á Vinyl

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Úti er ævintýri... vínyllinn náði ekki flugi.
Úti er ævintýri... vínyllinn náði ekki flugi. Vísir/Getty
Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu sjónvarpsþáttanna Vinyl en aðeins ein sería hefur verið gerð hingað til. Þættirnir voru hugarfóstur Mick Jaggers úr Rolling Stones og Martin Scorsese leikstjóra en hljómsveitin Kaleo átti sem var frekar áberandi í þáttunum.

Sjónvarpsstöðin HBO framleiddi þættina og sögðu það ekki auðvelda ákvörðun að stöðva hana á þessu stigi þar sem þeir bæru gífurlega virðingu fyrir Jagger, Scorsese og öllum leikurum þáttanna.

Vinyl voru sýndir hér á landi á Stöð 2.

Ray Romano miður sín

Þættirnir gerast á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og segja frá plötuútgefanda sem þarf að berjast fyrir sínu eftir að tónlistarbransinn tekur óvænta stefnu. 

Töluvert er um glæpi, eiturlyf og kynlíf í þáttunum en með helstu hlutverk fóru Bobby Cannavale, Olivia Wilde, Ray Romano og James Jagger sem er einmitt sonur hins rúllandi steins.

Leikarar þáttanna hafa sumir tístað um málið og segir Ray Romano að ákvörðunin um að hætta hafi komið eins og stunga í kviðinn.


Tengdar fréttir

Þegar Jagger hringir og biður um lag

Kaleo á lag í nýrri þáttaröð sem Mick Jagger og Martin Scorsese framleiða. "Við fengum alls þrjá daga til að klára lagið og senda,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×