Viðskipti innlent

HB Grandi semur um þrjá nýja togara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vísir
Síðastliðinn föstudag voru samningar um smíði þriggja nýrra ísfisktogara undirritaðir á skrifstofu HB Granda. Samningarnir hljóða upp á 43.950.000 EUR eða um 6,8 milljarða króna samtals. Áætlað er að fyrsta skipið afhendist í maí 2016, það næsta síðla árs 2016 og það þriðja vorið 2017.

Nýju skipin munu leysa þrjá togara sem nú eru í rekstri, Ásbjörn RE, Otto N. Þorláksson RE og Sturlaug H. Böðvarsson AK, af hólmi. Í tilkynningu frá HB Granda segir að með nýju skipunum aukist hagkvæmni í rekstri, þau muni eyða minni olíu, aflameðferð og nýting verður betri, rekstraröryggi eykst og viðhaldskostnaður mun lækka.

„Það er skipasmíðastöðin Celiktrans Deniz Insaat Ltd. Sti., Tuzla, Tyrklandi sem mun annast smíði togaranna en fyrir er stöðin að smíða tvö uppsjávarskip fyrir HB Granda,“

Hönnun skipanna er í höndum Nautic ehf., Lágmúla 5, Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×