Viðskipti innlent

HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
HB Grandi.
HB Grandi. Vísir/Eyþór
HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt.

Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til kauphallar en þar segir að á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna HB Granda á Akranesi fyrr í dag hafi þessi vilji forráðamanna HB Granda verið látinn í ljós.

93 störf á vegum HB Granda í Akranesi voru í hættu eftir að félagið tilkynnti um að það myndi láta af botnfiskvinnslu á Akranesi vegna þess að rekstrahorfur væru ekki lakari í áratugi. Þá kom einnig fram að á Akranesi væri hvorki hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara HB Granda á Akranesi.

Þessar fyrirætlanir HB Granda mættu mikilli fyrirstöðu og samþykkti bæjarstjórn Akranesbæjar viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við.

Í tilkynningu HB Granda segir að fullur vilji sé til þess að ljúka viðræmum við bæinn sem fyrst en fáist ekki jákvæð niðurstaða þá verði að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt þann 1. september 2017.


Tengdar fréttir

Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur.

Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar.

Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda

Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×