Enski boltinn

Hazard skaut Chelsea skrefi nær Englandsmeistaratitlinum | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Chelsea er skrefi nær Englandsmeistaratitlinum eftir 1-0 sigur á Manchester United í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Eden Hazard skoraði eina markið í fyrri hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. United var meira með boltann, en ekki náðu gestirnir að skapa sér gífurlega mörg færi. Rooney fékk eitt gott, en skaut boltanum rétt framhjá.

Þegar sjö mínútur voru í hálfleik kom eina mark leiksins. Eftir laglegt samspil gaf Oscar frábæra hælsendingu á Eden Hazard sem óð inn á teiginn og lagði boltann milli fóta David de Gea. 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik sóttu gestirnir án afláts. Þeir voru á tímapunkti 71% með boltann, en ekki náðu þeir að skapa sér mörg færi. Chelsea lá til baka og beitti hröðum skyndisóknum.

Heimamenn fengu þó sín færi sem og gestirnir. Oscar setti boltann í stöngina og á 77. mínútu skaut kólumbíski framherji United, Radamel Falcao, í utanverða stöngina á marki Chelsea.

Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-0 sigur Chelsea. Belginn Eden Hazard enn og aftur hetjan, en hann er líklegur til að hreppa hnossið; leikmaður ársins í Englandi.

Chelsea er með tíu stiga forskot á Arsenal eftir leik dagsins. United er í þriðja sætinu með 65 stig, fjórum á undan City sem er í fjórða en á þó leik til góða. United hafði unnið sex leiki í röð.

Chelsea - Manchester United 1-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×