Enski boltinn

Hazard bestur að mati leikmanna

Hazard fagnar.
Hazard fagnar. vísir/getty
Belginn Eden Hazard, leikmaður Chelsea, var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum.

Þessi 24 ára strákur er búinn að skora 13 mörk og gefa 8 stoðsendingar í 33 leikjum. Það er ekki síst frábærri frammistöðu hans að þakka að Chelsea er valta yfir deildina.

Framherji Tottenham, Harry Kane, var valinn besti ungi leikmaðurinn og Jo So-Yun, leikmaður Chelsea, var valin best af konunum.

Hazard var valinn besti ungi leikmaðurinn á síðasta tímabili.

„Ég er mjög glaður með þessi verðlaun. Ég vil vera besti leikmaður heims einn daginn. Ég náði að spila vel í vetur sem og liðið," sagði Hazard.

„Ég veit ekki hvort ég á þetta skilið en þetta er gott fyrir mig. Það er best að vera valinn af leikmönnum sjálfum enda vita þeir allt um fótbolta. Ég hef spilað vel og bætt minn leik. Skorað mörk í mikilvægum leikjum. Ég er ánægður með tímabilið mitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×