Enski boltinn

Hazard: Ég byrjaði illa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Belginn Eden Hazard hefur gengið illa að ná sér á strik með Englandsmeisturum Chelsea og viðurkennir að hann hafi fundað með knattspyrnustjóranum Jose Mourinho vegna málsins.

Hazard var lykilmaður hjá Chelsea á síðasta tímabili er liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og var hann valinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar.

„Við töluðum saman fyrir leikinn gegn Stoke,“ sagði Hazard en Chelsea vann langþráðan sigur um helgina er liðið vann Norwich, 1-0.

„Ég sagði við hann að við þyrfum að reyna eitthvað nýtt - að breyta einhverju. Kannski þarf ég að spila frekar sem tía. Við gerðum það og við spiluðum vel gegn Stoke [í deildarbikarnum]. Svo aftur gegn Norwich.“

Sjá einnig: Diego Costa hetja Chelsea gegn Norwich

„Ég reyndi að spila minn leik. Ég veit að ég fór illa af stað í haust. Ég gaf allt mitt á æfingum og á vellinum en núna vona ég að ég geti gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leiki.“

Hazard segir ekkert hæft í því að samband hans við Mourinho sé slæmt og telur að Portúgalinn sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea. Liðið er sem stendur í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×