Enski boltinn

Hazard: Af hverju ætti ég að yfirgefa Chelsea?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard var frábær í vetur.
Eden Hazard var frábær í vetur. vísir/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og sópaði að sér einstaklingsverðlaunum. Hann var kosinn bestur af leikmönnum deildarinar og blaðamönnum svo fátt eitt sé nefnt.

Hazard kom til liðsins sumarið 2012, stuttu eftir að Chelsea varð Evrópumeistari, en það er titilinn sem hann þráir að vinna með með Lundúnaliðinu.

Hann er með samning til ársins 2020 og stefnir ekki að því að fara neitt alveg strax þar sem honum líður svo vel hjá Chelsea.

„Af hverju ætti ég að yfirgefa Chelsea? Ef maður er ánægður og hlutirnir ganga vel er engin ástæða til að breyta til,“ segir Hazard í viðtali við London Evening Standard.

„Auðvitað velta hlutirnir ekki bara á mér, en það væri kjánalegt af minni hálfu að fara að breyta til þegar maður er að vinna titla og líður vel.“

„Meistaradeildin er samt það sem mig vantar að vinna á mínum ferli. Allir bestu leikmennirnir í gegnum söguna af unnið Meistaradeildina og að sumu leyti eru þeir sagðir bestir því þeir hafa afrekað það.“

„Þannig ef ég vil vera álitinn sem einn af þeim allra bestu verð ég að vinna Meistaradeildina. Það verður þó auðvitað ekki auðvelt,“ segir Eden Hazard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×