Sport

Haustmótsmeistarar í blaki krýndir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Smassað í hávörnina
Smassað í hávörnina Vísir/Valli
Haustmót blaksambands Íslands var haldið um helgina í Fylkishöllinni í Árbænum. Hið efnilega U19 ára landslið drengja vann í karlaflokki og lið Aftureldingar í kvennaflokki.

Alls voru 22 lið skráð til leiks og leikið í fjórum deildum. Leikið var svokallað hraðmót þar sem aðeins voru leiknar tvær hrinur í hverjum leik.

Leikið var í þremur deildum í kvennaflokki. Í 1. deild vann lið Aftureldingar en liðið tapaði aðeins einni hrinu í mótinu. HK varð í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja.

Í karlaflokki voru sex lið skráð til leiks. Það voru öll úrvalsdeildarliðin á höfuðborgarsvæðinu auk U19 ára landsliðsins sem undirbýr sig fyrir NEVZA mótið sem leikið verður í Danmörku í október.

U19 ára liðið vann með 7 unnar hrinur og 3 tapaðar. HK vann sex hrinur líkt og Stjarnan en HK tók annað sætið með betra stigahlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×