Lífið

Haukur starfaði við að hreinsa graftarkýli af svínum: „Djóklaust. Neongrænt stöff“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki beint hugguleg frásögn frá Hauki Viðari.
Ekki beint hugguleg frásögn frá Hauki Viðari.
Á samskiptamiðlinum Twitter er að skapast nokkuð fróðleg umræða undir kassamerkinu #verstavinnan.

Haukur Viðar Alfreðsson, sem starfar í dag hjá auglýsingastofunni Brandenburg, reið á vaðið og sagði twitter-samfélaginu frá merkilegu starfi.

„Einu sinni vann ég við að hreinsa graftarkýli af svínaspekkinu sem notað er í pylsur.Djóklaust. Neongrænt stöff.“

Og Haukur var ekki hættur og hefur hann verið óheppnari en margir á vinnumarkaðinum; „Einu sinni vann ég í gluggalausri majónesverksmiðju með gömlum hjónum. Við vorum bara þrjú og þau borðuðu majónes í hádeginu.“

Íslendingar eru farnir að deila sögum af verstu vinnunni og má lesa þær allar hér að neðan, en til að taka þátt í umræðunum þarf að styðjast við kassamerkið #verstavinnan og þá er hægt að lesa hana alla hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×