Körfubolti

Haukur Helgi með flottar tölur í fjórða sigri Rouen í síðustu fimm leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson átti skínandi góðan leik þegar Rouen vann góðan sigur á Denain, 57-75, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var fjórði sigur Rouen í síðustu fimm leikjum en liðið er komið upp í 15. sæti deildarinnar.

Haukur Helgi lék í 37 mínútur og skilaði 11 stigum, átta fráköstum og sex stoðsendingum.

Það gekk ekki jafn vel hjá félaga Hauks Helga í íslenska landsliðinu, Martin Hermannssyni og liði hans Charleville-Mezieres.

Martin og félagar lutu í lægra haldi fyrir Lille, 71-74, og hafa nú tapað fjórum leikjum í röð.

Martin hitti afar illa í leiknum (3/13) en skoraði samt 13 stig og var næststigahæstur í liði Charleville-Mezieres. Martin gaf einnig sex stoðsendingar.

Charleville-Mezieres er í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×