Handbolti

Haukastelpur unnu Val á heimavelli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka. Vísir/Ernir
Haukar unnu Val í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Haukar fara upp í 3.sæti deildarinnar með sigrinum.

Liðin voru í 3. og 4.sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag með jafnmörg stig, 6 stig eftir þrjá leiki. Haukar komust í undanúrslit Olís-deildarinnar í fyrra en töpuðu þar gegn Stjörnunni.

Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Valsstelpur voru einu marki yfir í hálfleik 11-10 og spennan mikil.

Í síðari hálfleik náðu heimastúlkur að snúa við blaðinu og unnu eins marks sigur að lokum, lokatölur 23-22.

Maria Ines Da Silva skoraði 6 mörk fyrir Hauka og þær Guðrún Erla Bjarnadóttir og Elín Anna Baldursdóttir 5 mörk hvor.

Hjá Val skoraði Kristín Guðmundsdóttir 9 mörk og Diana Satkauskeite skoraði 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×