Handbolti

Haukar og Fylkir í Höllina | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramune Pekarskyte skorar í kvöld.
Ramune Pekarskyte skorar í kvöld. vísir/stefán
Fjórir leikmenn Fylkis afgreiddu Fram frekar óvænt á meðan Haukar völtuðu yfir HK.

Fram er í fimmta sæti Olís-deildar kvenna en Fylkir í áttunda sæti og bjuggust ekki margir við því að Fylkir myndi skella Fram.

Annað kom á daginn því Fylkir vann í hörkuleik. Athygli vakti að aðeins fjórir leikmenn liðsins komust á blað en það dugði til.

Stjarnan, Haukar og Fylkir eru því komin í undanúrslit og annað kvöld mætast svo Selfoss og Grótta.

Haukar-HK  31-17 (15-9)

Haukar: María Ines da silve Pereira 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 5, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Anna Lillian Þrastardóttir 1, Sigríður Jónsdóttir 1.

HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 5, Kolbrún Garðarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Ósk Hind Ómarsdóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1.

Fylkir-Fram  22-19 (10-10)

Fylkir: Patricia Szölösi 7, Thea Imani Sturludóttir 7, Hildur Björnsdóttir 4, Þuríður Guðjónsdóttir 4.

Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 10, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2,  Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1.

Hér að ofan má sjá myndir úr leik Hauka og HK sem Stefán Karlsson tók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×