Handbolti

Haukar komust á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Haukar höfðu betur gegn Akureyri, 24-23, í spennandi viðureign á Ásvöllum í dag.

Haukar eru þar með komnir á blað í Olísdeild karla eftir tap gegn Fram í fyrstu umferðinni á fimmtudag. Akureyringar unnu þá sigur á nýliðum Stjörnunnar.

Gestirnir byrjuðu betur í dag og leiddu eftir fyrri hálfleik, 15-12. En Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, jöfnuðu metin og voru með undirtökin á lokamínútunum.

Haukar komust yfir, 24-21, þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en Akureyringar náðu aðeins að minnka muninn í eitt mark.

Adam Baumruk og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir gestina.

Haukar - Akureyri 24-23 (12-15)

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Árni Steinn Steinþórsson 6, Heimir Óli Heimisson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Leonharð Geir Hauksson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Þröstur Þráinsson 1, Egill Eiríksson 1, Einar Pétur Pétursson 1.

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Sigþór Árni Heimisson 6, Ingimundur Ingimundarson 3, Andri Snær Stefánsson 2, Þrándur Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Elías Már Halldórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×