Körfubolti

Haukar enn ósigraðir | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Barja í leik með Haukum.
Emil Barja í leik með Haukum. Vísir/Ernir
KR og Haukar unnu bæði leiki sína í Domino's-deild karla í kvöld og eru því bæði með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir.

Heil umferð fór fram í kvöld en KR gerði góða ferð til Keflavíkur og unnu öruggan sigur, 90-67, sem lesa má um hér.

Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Skallagrím á Ásvöllum og unnu, 107-68. Alex Francis var með sannkallaða tröllatvennu en hann skoraði 31 stig og tók 20 fráköst. Tracy Smith skoraði 26 stig fyrir Skallagrím sem var án Páls Axels Vilbergssonar í kvöld.

Tindastóll komst aftur á sigurbraut í kvöld liðið lagði Njarðvík á heimavelli sínum, 86-75, og er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig.

Stólarnir unnu þrjá fyrstu leiki sína í deildinni en töpuðu svo fyrir KR í síðustu umferð. Njarðvíkingar voru reyndar með forystu lengst af í fyrri hálfleik í kvöld en Tindastóll náði undirtökunum í leiknum í þriðja leikhluta og létu forystuna ekki af hendi eftir það.

Darrel Lewis var öflugur í kvöld með 23 stig, sem og Helgi Rafn Viggósson (18 stig) og Darrel Flake (17 stig). Hjá Njarðvík var Dustin Salisbery stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Logi Gunnarsson skoraði fjórtán.

Stjarnan, Grindavík, Þór Þ., Keflavík, Njarðvík og Snæfell koma öll næst með fjögur stig en Stjörnumenn gerðu góða ferð í Stykkishólm í kvöld og unnu, 92-81.

Heimamenn voru með nauma forystu eftir fyrri hálfleik en Garðbæingar skoruðu 27 stig gegn sextán í þriðja leikhluta og náðu Snæfellingar ekki að brúa það bil. Jarrid Frye skoraði 28 stig fyrir STjörnuna en William Nelson og Stefán Karel Torfason 22 hvor fyrir Snæfell.

Grindavík vann Þór, 90-85, eins og kemur fram í þessari grein.

Í botnslagnum áttust svo við Reykjavíkurliðin Fjölnir og ÍR en þar höfðu Breiðhyltingar betur og eru því í næstneðsta sæti með tvö stig. Fjölnir er enn án stiga, rétt eins og Skallagrímur. Meira um leikinn hér.

Úrlist kvöldsins:

Tindastóll-Njarðvík 86-75 (22-22, 19-15, 31-16, 14-22)

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 18/5 fráköst, Darrell Flake 17/7 fráköst, Myron Dempsey 14/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar/5 stolnir, Viðar Ágústsson 2.

Njarðvík: Dustin Salisbery 24/9 fráköst, Logi Gunnarsson 14, Ágúst Orrason 13, Mirko Stefán Virijevic 7/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2.

Keflavík-KR 67-90 (15-25, 16-23, 13-22, 23-20)

Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 11/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 8, Reggie Dupree 7, Guðmundur Jónsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3/6 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Gunnar Einarsson 0/4 fráköst, Valur Orri Valsson 0/4 fráköst.

KR: Michael Craion 27/16 fráköst, Darri Hilmarsson 13, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 9, Helgi Már Magnússon 9/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Hörður Helgi Hreiðarsson 2, Finnur Atli Magnússon 0/6 fráköst.

Grindavík-Þór Þ. 90-85 (29-17, 28-27, 14-23, 19-18)

Grindavík: Joel Hayden Haywood 20/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/14 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 18/14 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Daníel Guðni Guðmundsson 4, Þorsteinn Finnbogason 2, Hilmir Kristjánsson 2/5 fráköst.

Þór Þ.: Nemanja Sovic 26/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 20/6 fráköst, Vincent Sanford 13/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 11/5 fráköst, Oddur Ólafsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 4/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 3/4 fráköst.

Snæfell-Stjarnan 81-92 (24-22, 22-21, 16-27, 19-22)

Snæfell: William Henry Nelson 22/10 fráköst, Stefán Karel Torfason 22/11 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/8 fráköst, Snjólfur Björnsson 4.

Stjarnan: Jarrid Frye 28/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ágúst Angantýsson 12/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 4/10 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2.

Haukar-Skallagrímur 107-68 (29-14, 23-26, 29-11, 26-17)

Haukar: Alex Francis 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 20, Hjálmar Stefánsson 16/7 fráköst, Kári Jónsson 11/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 9/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Emil Barja 4/11 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Steinar Aronsson 4, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristján Leifur Sverrisson 3.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 26/9 fráköst, Daði Berg Grétarsson 12/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/6 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Atli Aðalsteinsson 5, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Egill Egilsson 2/6 fráköst.

Fjölnir-ÍR 75-81 (20-22, 16-23, 18-16, 21-20)

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 27/5 fráköst, Ólafur Torfason 14/12 fráköst/6 stoðsendingar, Daron Lee Sims 10/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 6, Sindri Már Kárason 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Davíð Ingi Bustion 2.

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 25, Kristján Pétur Andrésson 19/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/5 fráköst, Christopher Gardingo 12/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2, Leifur Steinn Arnason 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×