Körfubolti

Haukar búnir að ná sér í Kana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Francis í leik með Bryant Bulldogs gegn Ohio State Buckeyes.
Alex Francis í leik með Bryant Bulldogs gegn Ohio State Buckeyes. Vísir/Getty
Lið Hauka í Domino's deild karla hefur náð sér í liðsstyrk að utan fyrir átökin á komandi tímabili. Um er að ræða Bandaríkjamann að nafni Alex Francis, en hann kemur frá Bryant háskólanum í Smithfield, Rhode Island. Karfan.is greinir frá þessu.

Francis, sem er 23 ára, er tæpir tveir metrar á hæð og leikur í stöðu framherja. Hann skoraði 18,6 stig og tók 8,2 fráköst að meðaltali í leik með Bryant á síðustu leiktíð.

Á þremur tímabilum hjá Bryant skoraði Francis 17,8 stig, tók 8,1 fráköst, gaf 1,6 stoðsendingar og var með 55% skotnýtingu að meðaltali í leik.

Haukar höfnuðu í 5. sæti Domino's deildar karla á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×