Erlent

Háttsettur embættismaður tekinn af lífi í Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Norður-Kóreu eru sögð hafa tekið aðstoðarmenntamálaráðherra landsins af lífi. Þetta segja nágrannar þeirra í suðri en Kim Jong Un hefur látið taka fjölda embættismanna af lífi frá því hann tók við völdum árið 2011.

Tveir embættismenn til viðbótar hafa verið ávíttir.

Erfitt er að staðfesta fréttir úr Norður-Kóreu, en yfirvöld í Suður-Kóreu segja aftökuna hafa verið staðfesta frá Pyongyang. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, birtir sjaldan sem aldrei fregnir af aftökum. Fregnir af aftökum í norðrinu hafa reynst rangar áður.

Kim Yong Jin er sagður hafa verið tekinn af lífi með aftökusveit fyrir að dotta á opinberum viðburði. Fyrr í vikunni hafa borist fréttir um að tveir embættismenn hafi verið teknir af lífi fyrir að óhlíðnast Kim Jong Un.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×