Erlent

Háttsettur embættismaður sendur á samyrkjubýli

Samúel Karl Ólason skrifar
Choe Ryong Hae hitti Putin í opinberri heimsókn fyrir rétt rúmu ári síðan. Hann er núna talinn vera á samyrkjubýli.
Choe Ryong Hae hitti Putin í opinberri heimsókn fyrir rétt rúmu ári síðan. Hann er núna talinn vera á samyrkjubýli. Vísir/EPA

Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu, er talinn hafa rekið háttsettan embættismann á samyrkjubýli þar í landi. Frá því að Kim tók völdin eftir að faðir hans lést árið 2011 hefur hann rekið fjölmarga embættismenn úr starfi og látið taka marga af lífi. Leyniþjónusta Suður-Kóreu kynnti þetta fyrir þingmönnum þar í landi nú nýverið.

Choe Ryong Hae var eitt sinn talinn annar valdamesti maður Norður-Kóreu, eftir að frændi Kim, Jang Song Thaek, var tekinn af lífi árið 2013. Brottrekstur hans er talinn tengjast fráfellisröri sem hrundi í nýju orkuveri. Choe sá um að byggja orkuverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×