Erlent

Hátt í þrjátíu heimili hafa orðið skógareldum að bráð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Minnst 24 heimili í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum urðu skógareldum að bráð í nótt. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldsins, en aðstæður eru erfiðar, heitt í veðri, hvasst og svæðið erfitt yfirferðar.

Yfir níu þúsund slökkviliðsmenn eru nú við störf, en eldarnir eru einir þeir mestu í Kaliforníu til þessa og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í ríkinu.

Hátt í þrjátíu eldar geisa á svæðinu, sá stærsti á 145 ferkílómetrasvæði norður af San Fransicso. Yfir þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×