Erlent

Hátt í hundrað látnir eftir haglél og skýstrók

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Eyðileggingin er algjör.
Eyðileggingin er algjör. vísir/epa
Að minnsta kosti 98 eru látnir og hátt í 800 særðir eftir að skýstrókur og haglél fóru yfir Jiangsu-hérað í austurhluta Kína.

Stróknum fylgdi einnig mikil rigning þegar hann fór yfir borgina Yangcheng. Leit hefur staðið yfir að látnum og særðum en henni er nú lokið. Svo hefur BBC eftir slökkviliði borgarinnar. Hreinsunarstarf hefst á næstunni.

Gífurlegar skemmdir urðu á húsum og öðrum mannvirkjum í veðrinu. Þök fuku af, rafmagnsstaurar gáfu sig og varla rúða er heil í húsum á svæðinu. Það er afleiðing vinds en þar sem hann var mestur náði vindhraði tæpum fjörutíu metrum á sekúndu.

Skýstrókurinn núna er sá stærsti sem sést hefur í héraðinu í meira en hálfa öld. Xi Jingping hefur gefið út að hermenn muni aðstoða á næstu dögum við að bjarga því sem bjargað verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×