Innlent

Hátt í 10.000 á Unglingalandsmóti í Borgarnesi

Ásgeir Erlendsson skrifar
Hátt í tíu þúsund manns eru saman komin á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið er í Borgarnesi um helgina. Hressir krakkar á öllum aldri hafa keppt í fjölmörgum greinum en hátíðin er ein sú stærsta hér á landi um helgina.

Þegar litið var yfir keppnissvæðið í Borgarnesi í dag var ljós að allir höfðu nóg fyrir stafni. Hátíðin var sett í gær en keppni á mótinu sjálfu hefur staðið yfir frá fimmtudegi.

„Þetta svæði hérna er aðal mótsvæðið og hér er krökkt af krökkum út um allt.“ Segir Ómar Bragi Stefánsson, skipuleggjandi mótsins. 

Krakkar á aldrinum 11-18 ára hafa keppnisrétt á mótinu og skiptir engu hvort viðkomandi er skráður í íþróttalið eða ekki, aðalmálið er að allir geti tekið þátt.

Meðal keppnisgreina voru frjálsar íþróttir, knattspyrna, sund og körfubolti svo fátt eitt. Auk hefðbundinna íþrótta er einnig boðið upp á óhefðbundnari greinar.

Í kvöld fer fram kvöldvaka þar sem Friðrik Dór, Glowie auk fjölmargra annarra listamanna koma fram og keppnin sjálf heldur svo áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×