Innlent

Hátíðleg rektorsskipti í Háskóla Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Margt var um manninn í hátíðasal háskólans í dag.
Margt var um manninn í hátíðasal háskólans í dag. Vísir/GVA
Hátíðasalur Háskóla Íslands var þéttsetinn þegar Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, tók formlega við embætti rektors Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði í dag.

Athöfnin hófst klukkan 14 þegar Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði og varaforseti háskólaráðs, setti athöfnina. Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, flutti kveðjuávarp og afhenti eftirmanni sínum, Jóni Atla, tákn rektorsembættisins í kjölfarið.

Jón Atli sigraði Guðrúnu Nordal í kjöri til rektors háskólans í vor með 54,8 prósent atkvæða og mun hann gegna embættinu til næstu fimm ára. 

Við athöfnina í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag flutti Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, kveðjuávarp sitt en hún hefur gegnt embættinu undanfarin tíu ár. Í ræðu sinni sagði hún þakklæti sér efst í huga á þessum tímamótum.

Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor.vísir/gva
„Það hafa verið einskær forréttindi að kynnast því kraftmikla fólki sem starfar hér að kennslu, vísindum, stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýsköpun og ósérhlífni þess og metnaði við að tryggja að kjarnastarfsemi skólans verði eins farsæl og mögulegt er. Fyrir þetta vil ég þakka. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu skólans – lagt af mörkum til rannsókna og nýsköpunar, tekið þátt í stjórnun, staðið eins og klettur með skólanum í mótviðri eftir efnahagshrunið. Fyrir þetta vil ég þakka,“ sagði Kristín sem heldur í haust til starfa í Bandaríkjunum en þar hefur hún þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT).

Að loknu ávarpi sínu afhenti Kristín Jóni Atla tákn rektorsembættisins og í framhaldinu flutti Jón Atli ávarp þar sem hann lýsti framtíðarsýn sinni. Þar benti hann m.a. á að Háskóli Íslands hefði ríkar skyldur við samfélagið og hvatti hann til fjárfestingar í menntun því það væri fjárfesting til framtíðar.

„Háskóli Íslands gegnir nú mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr í íslensku samfélagi. Hann flytur til landsins alþjóðlega þekkingar- og hugmyndastrauma og miðlar um leið í síauknum mæli vísindum og fræðum til annarra landa á mörgum sviðum. Íslenskt vísindafólk nýtur virðingar víða um lönd og sífellt fleiri erlendir stúdentar kjósa að leggja leið sína til landsins og nema við skólann,“ sagði Jón Atli enn fremur í ávarpi sínu.

Jón Atli hóf mál sitt í dag á því að þakka Kristínu fyrir starf sitt fyrir Háskóla Íslands – „á einu mesta uppbyggingarskeiði í sögu skólans“ sem þó markaðist af þrengingum og erfiðleikum í kjölfar hruns efnhagslífsins haustið 2008. „Háskólinn á svo sannarlega hauk í horni þar sem Kristín er,“ sagði Jón um leið og hann þakkaði henni fyrir gott samstarf á undanförnum árum.

Jón sagði að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands hefðu ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veginn, þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem skólinn stendur frammi fyrir. „Sú stærsta tengist fjármögnun,“ sagði Jón Atli og benti á að tímum 20 prósent niðurskurðar hefði nemendum við skólann fjölgað um 20 prósent. Það hafi aukið álag á starfsfólk skólans og reynt á þolmörkin.

Jón sagði að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands hefðu ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veginn, þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem skólinn stendur frammi fyrir. „Sú stærsta tengist fjármögnun,“ sagði Jón Atli og benti á að tímum 20 prósent niðurskurðar hefði nemendum við skólann fjölgað um 20 prósent. Það hafi aukið álag á starfsfólk skólans og reynt á þolmörkin.

„Afleiðingarnar birtast hvað skýrast í því að kennarar háskólans þurfa nú að meðaltali að sinna tvöfalt fleiri nemendum tíðkast í sambærilegum norrænum rannsóknarháskólum,“ benti Jón Atli á og sagði að í því ljósi væri brýnasta almenna verkefni háskólasamfélagsins að auka tekjur Háskóla Íslands.

„Við horfumst í augu við þá bláköldu staðreynd að án bættrar fjármögnunar er árangri Háskóla Íslands stefnt í hættu. Takist ekki að tryggja fjárhagsgrundvöll háskólans gæti það tekið skólann áratugi að komast aftur í tæri við þau sóknarfæri sem nú blasa við á alþjóðlegum og innlendum vettvangi,“ sagði Jón Atli.

Jón Atli og Kristín ganga inn í hátíðasal Háskóla Íslands framhjá Sigmundi Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.vísir/Gva
Háskólinn ekki fyrirtæki

Jón ræddi einnig um aka­demískt frelsi við skól­ann og vitnaði þar til orða Páls Skúla­son­ar fyrr­ver­andi rektors skól­ans sem féll frá fyrr á þessu ári.

„Ég vil svo nefna aka­demískt frelsi sem er kjarni há­skóla­hug­sjón­ar­inn­ar og horn­steinn alls há­skóla­starfs. Því frelsi fylg­ir mik­il ábyrgð og við þurf­um stöðugt að vera á varðbergi gagn­vart öfl­um sem gætu viljað skerða það í þágu stund­ar- eða sér­hags­muna. Há­skóli er ekki fyr­ir­tæki í venju­leg­um skiln­ingi orðsins held­ur sam­fé­lag kenn­ara og stúd­enta, eins og Páll Skúla­son, fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, lagði svo ríka áherslu á. Slíkt sam­fé­lag fær ein­ung­is þrif­ist ef stúd­ent­ar og starfs­fólk er óhrætt við að gagn­rýna vinnu­brögð og aðferðir hvort held­ur er í fræðunum eða ákv­arðanir sem tekn­ar eru inn­an skól­ans eða utan.“

Vísir/gva
Hann sagði þá að fjölmörg verkefni biðu starfsmanna háskólans á næstu misserum svo að gera mætti háskólann enn betri. Hann tiltók fimm verkefni sérstaklega í ræðu sinni í dag; að draga úr álagi á starfsfólk, að efla nýliðun á öllum fræðasviðum skólans, að bæta námsaðstöðu við skólann og auka námsframboð, styrkja rannsóknainnviði og að lokum tryggja faglega og ígrundaða ákvarðantöku á öllum stjórnstigum háskólans. 

„Háskóli Íslands er ein mikilvægasta forsenda efnahagslegrar velferðar á Íslandi og fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. En hlutverk skólans er ekki síður að hlúa að andlegri velferð Íslendinga, glæða skilningsgáfuna og efla virðingu fyrir sannleiksleit og vísindaiðkun. Markmið háskóla er ekki það eitt að mennta sérhæft starfsfólk sem sinnir afmörkuðum hlutverkum í samfélaginu, eins mikilvægt og það hlutverk er í dagsins önn. Háskólamenntun á að veita nemendum þjálfun í að kryfja forsendur víseinda og fræða og spyrja áleitinna spurninga. Þannig er það hlutverk háskóla að þroska dómgreindina, efla siðvitið og vekja gangrýna hugusn. Framlag Háskóla Íslands til íslensks samfélags veltur ekki síst á því hvernig okkur tekst að rækja þá skyldu.“

Hátíðar dagur í dag. Vorum viðstödd rektorsskipti er Jón Atli Benediktsson tók við af Kristínu Ingólfsdóttur. @Haskoli_Islands #kennslumidstod

Posted by Kennslumiðstöð Háskóla Íslands on Tuesday, 30 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×