Lífið

Hátíðarstemning á árshátíð Menntaskólans í Reykjavík

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Árshátíð Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík var haldin hátíðleg fimmtudaginn 16. október síðastliðinn. Árshátíðin var haldin í Gullhömrum þar sem nemendur gæddu sér á þriggja rétta máltíð.

Margrét Erla Maack annaðist veislustjórn, árshátíðardans var sýndur og hlýddu nemendur á ræður frá Þorsteini Guðmundssyni, hátíðarræðumanni og Sigmari Aroni Ómarssyni, inspector scholae.

Seinna um kvöldið fór fram dansleikur, einnig í Gullhömrum, og léku Logi Pedro & Benni B-Ruff, Young Karin og Danni Deluxe fyrir dansi. Aðalatriði kvöldsins voru hljómsveitin Stuðmenn sem komu saman og skemmtu gestum á sinn einstaka hátt.

Stemningin var gríðarlega góð eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Ljósmyndafélag Skólafélagsins tók en það skipa þær Elísabet Tara Guðmundsdóttir, Lára Gunnlaugsdóttir og Kristín Viktoría Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×