Lífið

Hátíðarhöld bíða þinghlés

Það er sjaldan logn í kringum Birgittu Jónsdóttur og fjölskyldan virðist öll styðja við bakið á sinni konu.
Það er sjaldan logn í kringum Birgittu Jónsdóttur og fjölskyldan virðist öll styðja við bakið á sinni konu. Vísir/Valli
Birgitta Jónsdóttir alþingisskáld, forsprakki Pírata og aðgerðasinni, fermdi hreiðurdrútinn á dögunum, en þykir það sennilega ekki í frásögur færandi nema fyrir aðdáunarverða þolinmæði fermingarbarnsins, sem fermdist borgaralega á vegum Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.

Hefur tíðkast að blása til heljarinnar veisluhalda að lokinni slíkri manndómsvígslu, en samkvæmt fésbókarfærslu Birgittu er hér um að ræða einstaklega tillitsamt eintak sem mun bíða silkislakt eftir veislunni, sem haldin verður um leið og brestur á með þinghléi móður í maí. 

Uppfært klukkan 13.00: Fermingin og frestun á veisluhöldum voru fyrir ári síðan. Uppfærsla á Facebook-vegg Birgittu ruglaði blaðamann í ríminu. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×