Viðskipti innlent

Hátíð og mikið partí

Haraldur Guðmundsson skrifar
Davíð Pálsson, meðlimur í Sjómannaglímufélagi Íslands, sýndi gestum sýningarinnar réttu handtökin í bás tryggingafélagsins Varðar.
Davíð Pálsson, meðlimur í Sjómannaglímufélagi Íslands, sýndi gestum sýningarinnar réttu handtökin í bás tryggingafélagsins Varðar. Vísir/Ernir
„Hérna eru allir enda er þetta hátíð fyrir okkur og mikið partí,“ segir Victor Strange, eigandi Tor-Net, þegar blaðamaður gengur inn í sýningarbás fyrirtækisins á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem hófst í Smáranum í Kópavogi í gær.

Sýningin fagnar nú 30 ára afmæli en hún hefur verið haldin á þriggja ára fresti.

Hún hefur að sögn skipuleggjenda aldrei verið stærri en nokkuð er síðan öll sýningarrýmin seldust upp. Um 500 þátttakendur, frá fimm heimsálfum, fylla nú 250 bása í íþróttahúsi Breiðabliks.

Victor Strange og aðrir starfsmenn Tor-Net kynntu flottroll fyrirtækisins fyrir gestum og gangandi.
„Hingað koma menn til að kynna sér það sem er í boði en voðalega margir í þessum bransa koma til að hitta félagana og skipstjórana og aðra,“ segir Victor.

„Svo fyrir okkur sýnendur er auðvitað mikilvægt að geta kynnt okkar vörur en í sjálfu sér fer mjög lítil sala fram á sýningunni sjálfri. En þetta situr eftir hjá mönnum og því er sýningin gríðarlega mikilvæg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×