MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 20:46

Eigandi La Luna: „Auđvitađ hefđi ég átt ađ halda kjafti“

LÍFIĐ

Hatar Ólympíuleikana og ţetta er ástćđan

 
Golf
13:30 11. JANÚAR 2017
Rory McIlroy.
Rory McIlroy. VÍSIR/GETTY

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna.

Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna.

Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar.

McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann.

Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði.

„Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans.

„Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu.

Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju.

„Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy.

Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Hatar Ólympíuleikana og ţetta er ástćđan
Fara efst