Tónlist

Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma.
Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. Vísir/Getty
Martin Shkreli, milljarðamæringurinn sem kallaður hefur verið hataðasti maður jarðarinnar fyrir að hækka verðið á ódýru alnæmislyfi upp úr öllu valdi, er kominn á stjá á ný. Nú er hann farinn að streyma eina eintakinu af nýjustu plötu Wu-Tang Clan á netinu.

Skhreli keypti eina eintakið af plötunni líkt og Vísir fjallaði um á síðasta ári. Hafði hann lofað því að streyma plötunni ef Donald Trump myndi sigra í forsetakosningunum. Sú varð raunin og nú hefur Skhreli gefið út þrjú myndbönd þar sem sjá má hann hlusta á plötuna.

Sjá einnig: Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan

Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komi allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar sem seld var hæstbjóðanda á uppboði.

Talið er að Shkreli hafi boðið um tvær milljónir dollara og hreppti hann hnossið. Eina skilyrðið sem fylgdi með kaupunum var að kaupandinn mætti ekki selja plötuna næstu 88 árin og því er Shkreli í fullum rétti með því að steyma plötunni á netið.

Shkreli þykir afar umdeildur en sem eigandi lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceutical hækkaði verð á alnæmislyfinu Daraprim um 5500 prósent á einni nóttu, úr 1.700 krónum í um 100 þúsund krónur. Hann var handtekinn á síðasta ári og ákærður fyrir fjársvik.

Fyrr á árinu hélt hann uppboð þar sem hann ætlar að leyfa þeim sem er tilbúinn til að borga mest, að kýla sig í andlitið og taka það upp á myndband.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×