Innlent

Háskóli Íslands númer 251 á lista yfir bestu háskóla í heimi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Háskóli Íslands er eini háskólinn sem kemst á listann.
Háskóli Íslands er eini háskólinn sem kemst á listann. Vísir / GVA
Háskóli Íslands er í 251 sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýbirtum lista Times Higher Education. Hann situr í því sæti ásamt 24 öðrum skólum, líkt og á síðasta ári. California Institute of Technology, eða Caltech, trónir á toppi listann, sem nær yfir fjögur hundruð bestu háskóla í heimi.

Kunnugleg nöfn verma efstu sæti listans en í öðru sætinu er Harvard-háskóli í Bandaríkjunum. Í þriðja sæti er svo hinn breski Oxford-háskóli en hann er jafnframt efsti háskólinn utan Bandaríkjanna. Sjö af tíu bestu háskólunum eru í Bandaríkjunum en restin í Bretlandi.

Tækniháskólinn í Zürich í Sviss er besti háskólinn á listanum fyrir utan Bandaríkin og Bretland. Skólinn er í þrettánda sæti á listanum. Þar á eftir er það háskólinn í Toronto sem er í tuttugasta sæti listans. Háskólinn í Tokyo er svo sá besti í Asíu en hann vermir 23. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×