Innlent

Háskólaráð óánægt með fjárframlög

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Að öllu óbreyttu verður Háskólinn á Akureyri að skerða aðgengi og námsframboð.
Að öllu óbreyttu verður Háskólinn á Akureyri að skerða aðgengi og námsframboð. vísir/pjetur
Háskólaráð Háskólans á Akureyri lýsir yfir áhyggjum sínum með hlutdeild skólans í fjárlögum komandi árs.

HA sé núna með um hundrað nemendaígildi umfram fjárveitingar og allt stefni í að sá munur aukist á næsta ári. Án aukinnar fjárveitingar verði að takmarka aðgengi nemenda að námi.

Á meðan fái skólar höfuðborgarsvæðisins greitt fyrir umframnemendur. Þykir þetta vera í andstöðu við stefnu stjórnvalda um að efla landsbyggðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×