Innlent

Háskólakennarar bjartsýnir

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/daníel
„Við erum bara að ganga frá síðustu endahnútum á stofnanasamningum,“ segir Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara, í samtali við fréttastofu.

Stjórn félags háskólakennara hefur boðað til verkfalls takist ekki að semja við ríkið og mun verkfallið fara fram á tímabilinu 25. apríl til 10. maí á lögbundnum próftíma.

Félag háskólakennara mun funda í húsnæði ríkissáttarsemjara í dag.

„Farið verður niður í Borgartún á eftir til að freista þess að klára samningana. Við erum nokkuð bjartsýn en það er alltaf þessi fyrirvari að það er ekkert orðið klárt fyrr en búið sé að skrifa undir.“


Tengdar fréttir

Reiði stúdenta aðeins magnast

Nemendur við Háskóla Íslands mótmæltu fyrirhuguðu verkfalli kennara við skólann fyrir utan fjármálaráðuneytið í dag.

25 þúsund manns skaðast í verkfalli

Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill.

Boðað verður til verkfalls háskólakennara

Stjórn félags háskólakennara hefur boðað til verkfalls en þetta staðfesti Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara, í samtali við fréttastofu.

Óvissan er háskólanemum erfið

"Aðallega er þetta alls herjar tekjutap fyrir námsmenn og gríðarleg óvissa. En þetta setur líka atvinnulífið úr skorðum þar sem það stólar á stúdenta í sumarstörf,“ segir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Þrjú þúsund tölvupóstar til þingmanna

Þingmenn lýstu yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skoraði á fjármálaráðherra að fresta ekki vandanum heldur leysa hann.

Samningaviðræður þokast í rétta átt

Góður gangur er í samningaviðræðum Félags háskólakennara og ríkisins. Formaður félagsins segist vera bjartsýnn á að samningar náist á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×