Enski boltinn

Hart á leið í læknisskoðun hjá Torino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hart verður lánaður til Torino.
Hart verður lánaður til Torino. vísir/getty
Joe Hart, aðalmarkvörður enska landsliðsins í fótbolta, er á leið til ítalska úrvalsdeildarliðsins Torino.

Hart er ekki inni í myndinni hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og er frjálst að yfirgefa enska liðið sem hann hefur leikið með frá 2006.

Sjá einnig: Hvert fer Joe Hart | Gunnleifur svarar

Samkvæmt breskum fjölmiðlum fékk Hart leyfi hjá enska knattspyrnusambandinu til að fara til Torino og gangast undir læknisskoðun hjá ítalska liðinu.

Hart verður lánaður til Torino sem er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ítölsku deildinni.

Þrátt fyrir að vera búinn að missa sæti sitt hjá Man City var Hart valinn í enska landsliðið sem mætir Slóvakíu í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×