Golf

Hársbreidd frá holu í höggi en endaði í sandgryfju | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Finau slær hér á Opna breska í gær.
Finau slær hér á Opna breska í gær. Vísir/Getty
Það var sannkallaður tilfinningarússibani hjá bandaríska kylfingnum Tony Finau að fylgjast með upphafshöggi hans á áttundu braut á Opna breska meistaramótinu í gær.

Finau sem er aðeins 26 ára gamall er á fyrsta tímabili sínu á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í þessu sögufræga golfmóti.

Finau deilir sjötta sæti á þremur höggum undir pari með þremur öðrum kylfingum fyrir lokadaginn en hann hefði með smá heppni verið ásamt Billy Haas í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Finau átti nánast fullkomið upphafshögg á áttundu braut, stuttri par 3 holu en bakspuninn á boltanum reyndist of mikill og fór boltinn framhjá holunni og ofan í næstu sandgryfju.

Finau fór á skolla á brautinni þess í stað en myndband af upphafshögginu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann gæti orðið fyrsti sænski kylfingurinn sem sigrar þetta sögufræga golfmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×