Enski boltinn

Harry sér Liverpool ekki vinna titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Redknapp verndar augun fyrir sólinni.
Harry Redknapp verndar augun fyrir sólinni. Vísir/Getty
Harry Redknapp, stjóri QPR, segir að Liverpool muni ekki vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili, en segir að þeir hafi átt það skilið á síðasta tímabili.

„Mér fannst þeir frábærir í fyrra. Þegar þeir unnu Manchester City hélt ég að þeir myndu vinna titilinn. Mér fannst þeir heilt yfir eiga þetta skilið að vinna þetta á síðasta tímabili," sagði Redknapp.

„Þeir hafa misst fjórða besta leikmann heims og það er erfitt að fylla í hans skarð, en þeir eiga fullt af góðum leikmönnum. Þeir eru að koma nýjum leikmönnum inn og það tekur tíma."

„Þeir verða að berjast aftur um Meistaradeildarsætið, en ég sé þá ekki vinna deildina á þessu ári," sagði Redknapp að lokum.

Liverpool er í tíunda sæti með tíu stig, en byrjunin hefur ekki verið nægilega góð hjá Bítlarborgarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×