Enski boltinn

Harry Redknapp dró eiginkonuna á eftir bílnum og stórslasaði hana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp og eiginkonan Sandra.
Harry Redknapp og eiginkonan Sandra. Vísir/Getty
Harry Redknapp, fyrrum knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni, fór ekki vel með eiginkonu sína í verslunarleiðangri á dögunum.

Sandra Redknapp endaði daginn stórslösuð á sjúkrahúsi þökk sé gáleysi Harry Redknapp við stýrið. Ensku blöðin The Sun og Daily Mail sögðu bæði frá þessu.

Harry Redknapp, sem er orðinn 69 ára gamall, var að skutla eiginkonunni niður í bæ þar sem hún ætlaði eflaust að fara í smá verslunarleiðangur. Sandra Redknapp var eitthvað seinni að fara úr bílnum en Harry Redknapp áttaði sig á því hann keyrði í burtu áður en frúin var komin út.

Vitni sögu frá því að bæði fótur og frakki Söndru Redknapp hafi flækst í hurðinni þegar Harry Redknapp keyrði af stað.

Það endaði ekki vel því Harry Redknapp náði að keyra nokkra metra áður en hann steig á bremsuna. Eiginkona lá því veinandi eftir í blóði sínu.

„Það var mikið blóð á götunni og Harry var alveg niðurbrotinn. Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði vitni í samtali við blaðamann The Sun.

Sandra Redknapp var flutt á sjúkrahús í sjúkrabíl. Hún er ekki í lífshættu en missti mikið blóð.

Harry Redknapp var knattspyrnustjóri hjá liðum eins og Tottenham, West Ham, Bournemouth, Southampton og Portsmouth. Hann var síðast með lið í ensku úrvalsdeildinni þegar hann stýrði Queens Park Rangers til 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×