Bíó og sjónvarp

Harry Potter-leikari lést á jóladag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Breski leikarinn David Ryall lést á jóladag, 79 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika Elphias Doge, góðvin Dumbledores, í kvikmyndinni Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1.

Leikarinn Mark Gatiss tísti um fréttirnar á laugardaginn sem og dóttir Davids, Charlie. Hún vildi að faðir sinn væri þekktur fyrir meira en hlutverk sitt í Harry Potter.

„Vinsamlegast takið ykkur stund til að minnast ferils hans sem spannar fimm áratugi í sjónvarpi og myndum sem eru minna þekktar. Ekki bara Harry Potter. Ekki að ég elski ekki Harry Potter. Ég geri það, ég geri það. En það er svo mikið meira.“

Ferill Davids í leiklist hófst á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar og hefur hann leikið í tæplega 150 sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×