Lífið

Harrison Ford lenti í flugslysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Harrison Ford er 73 ára og hefur flogið í mörg ár.
Harrison Ford er 73 ára og hefur flogið í mörg ár. Vísir/EPA
Stórleikarinn Harrison Ford slasaðist í flugslysi í kvöld. Leikarinn var að fljúga eins hreyfal og tveggja sæta flugvél þegar hún brotlenti á golfvelli í Kaliforníu. Aðdragandi slyssins liggur ekki fyrir. 

Samkvæmt vefnum Eonline brotlenti Ford skömmu eftir flugtak, en hann hefur lengi flogið bæði flugvélum og þyrlum. Þá hefur hann nokkrum sinnum brotlent áður. BBC segir að leikarinn hafi verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Meiðsl hans eru sögð „miðlungs“ og að hann væri í stöðugu ástandi.

Á vefnum TMZ er því haldið fram að leikarinn hafi særst á höfði, en tveir læknar sem voru staðsettir á golfvellinum voru fyrstir á vettvang.

Uppfært: Upprunalega var sagt að Harrison væri alvarlega slasaður og jafnvel í lífshættu. Nú er hins vegar ljóst að meiðsl hans voru ekki svo alvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×