Innlent

Harpa vann fasteignagjaldamálið: Þarf ekki að greiða 400 milljónir á ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil.
Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms og dæmdi Hörpu í vil. Vísir/GVA
Harpa þarf ekki að greiða 400 milljóna fasteignagjöld á ári. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem í dag kvað upp dóm í máli sem Harpa höfðaði vegna gjaldanna. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að fasteignamat Þjóðskrár ætti að gilda

Stjórnendur Hörpu telja að húsið sé ekki jafn mikils virði og Þjóðskrá hafði komist að niðurstöðu um; fasteignamat hússins ætti að vera 6,8 milljarðar en ekki 17 milljarðar. Taka ætti mið af tekjumöguleikum hússins en ekki byggingarkostnaði. Á það féllst Hæstiréttur og felldi úr gildi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar.

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hefur lýst því yfir að rekstur hússins standi ekki undir greiðslunum. Fasteignagjöldin hafa slagað vel upp í tekjur af starfsemi hússins. Ekki náðist í Halldór við vinnslu fréttarinnar en á Facebook sagði hann: „Í dag er kæti í höll: Harpa vann fastgeignagjaldamálið fyrir Hæstarétti!“

Endurmeta þarf fasteignamat hússins í kjölfar dómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×