Íslenski boltinn

Harpa sá um ÍBV

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Valgarður
Ekkert virðist geta stöðvað Hörpu Þorsteinsdóttir og félaga í Stjörnunni en Harpa skoraði sitt 20. mark í 11 leikjum í 4-0 sigri á ÍBV í kvöld.

Stjarnan hefur nú unnið þrettán leiki í röð eftir leikinn í kvöld og stefnir liðið hraðbyri að öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð og þeim þriðja á síðustu fjórum árum.

Harpa kom Stjörnunni í 2-0 með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla og kláraði þrennuna í upphafi seinni hálfleiks. Glódís Perla Viggósdóttir bætti við fjórða marki Stjörnunnar um miðbik seinni hálfleiks og tryggði endanlega stigin þrjú.

Á Akureyri náði Þór/KA að kreista fram sigur gegn Selfossi. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir í fyrri hálfleik en Celeste Boureille jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks fyrir Selfoss. Freydís Anna Jónsdóttir varð hetja heimamanna er hún skoraði sigurmark Þór/KA aðeins þremur mínútum eftir að hafa komið inná skömmu fyrir lok leiksins.

Með sigrinum nær Þór/KA að halda veikri von lifandi um að ná Stjörnunni á toppi Pepsi-deildarinnar en níu stig skilja liðin að.

Úrslit:

Stjarnan 4-0 ÍBV

Þór/KA 2-1 Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×