Íslenski boltinn

Harpa og Ólafur best

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verðlaunahafarnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag.
Verðlaunahafarnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. vísir/stefán
Nú í hádeginu voru veitt verðlaun fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna.

Stjarnan er á toppi deildarinnar og besti leikmaðurinn og þjálfarinn koma bæði úr röðum Garðbæinga.

Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn en hún skoraði 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins og er langmarkahæst í Pepsi-deildinni.

Þjálfari Hörpu hjá Stjörnunni, Ólafur Þór Guðbjörnsson, var svo valinn besti þjálfarinn.

Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn og Breiðablik átti bestu stuðningsmennina.

Lið umferða 1-9:

Jeannette J Williams (FH)

Elísa Viðarsdóttir (Valur)

Natasha Anasi (ÍBV)

Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)

Hallbera Gísladóttir (Breiðablik)

Cloe Lacasse (ÍBV)

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)

Sandra Stephany Mayor Gutierrez (Þór/KA)

Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)

Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)

Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×