Íslenski boltinn

Harpa markahæst og Sara Björk lét finna fyrir sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í gær.
Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í gær. Mynd/Anton
Breiðablikskonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær með því að gera 3-3 jafntefli við franska liðið. Tveir leikmenn Blika eru á toppnum í tölfræðiþáttum hjá UEFA eftir undanriðlana.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði í öllum þremur leikjum Blika og alls fimm mörk. Hún er ein af sex leikmönnum sem skoruðu flest mörk í riðlakeppninni en riðlarnir voru alls sjö.

Sara Björk Gunnarsdóttir lét finna fyrir sér því enginn leikmaður braut oftar af sér. Sara fékk alls tíu aukaspyrnur dæmdar á sig eða jafnmargar og Aljona Sasova hjá eistneska liðinu Levadia.

Fanndís Friðriksdóttir var einnig meðal efstu manna í rangstöðum (3.sæti) en hún var alls átta sinnum dæmd rangstæð í leikjunum þremur.

Sandra Sif Magnúsdóttir var efst Blika í stoðsendingum en hún gaf þrjár slíkar samkvæmt tölfræði UEFA en Greta Mjöll Samúelsdóttir, Fanndís og Sara Björk voru allar með tvær stoðsendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×