Íslenski boltinn

Harpa fékk gullskóinn | Lacasse hirti bronsskóinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjakonur fagna marki í sumar.
Eyjakonur fagna marki í sumar. vísir/hanna
Harpa Þorsteinsdóttir vann gullskó Adidas fyrir að vera markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna.

Harpa spilaði ekki í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar þar sem hún er barnshafandi en skoraði alls 20 mörk í 16 leikjum.

Margrét Lára Viðarsdóttir kom næst með fjórtán mörk fyrir Val en þetta var hennar fyrsta tímabil hér á landi í mörg ár.

Baráttan um bronsskóinn var hörð en Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, skaust upp í þriðja sætið á markalistanum með því að skora tvívegis í 3-3 jafntefli ÍBV gegn Þór/KA í kvöld. Lacasse skoraði alls þrettán mörk í sumar.

Þar með skaust hún upp fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, sem skipti úr Fylki í Breiðablik á miðju tímabili. Hún skoraði tólf mörk, rétt eins og Sandra Stephany Mayor Gutierrez, leikmaður Þórs/KA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×