Innlent

Harmonikuhátíð í Reykjavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ingi karlsson
Harmonikuhátíð Reykjavíkur verður haldin í Árbæjarsafni næsta sunnudag og munu allir helstu harmonikuleikarar landsins stíga á stokk og skemmta viðstöddum.

Á meðal þeirra sem koma fram eru Garðar Olgeirsson, Grétar Geirsson, Reynir Jónasson, Harmonikutvíburarnir Andri og Bragi,  Sigurður Alfonsson, Þór Halldórsson, Ólafur Kristjánsson, Margrét Arnardóttir og Sveinn Rúnar Björnsson, Guðrún og Hjálmar, auk þess sem Suðurnesjahópurinn, Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, Smárinn og Skæruliðarnir ásamt undirleikurum halda uppi stanslausu fjöri.

Dagskrá hefst klukkan 13.00 næstkomandi sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×