Innlent

Harma aðgerðaleysi BYKO

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
BYKO og ELKO selja SodaStream vörur í verslunum sínum.
BYKO og ELKO selja SodaStream vörur í verslunum sínum. Vísir/Pjetur
Hreyfingin BDS – Ísland – Sniðganga fyrir Palestínu harmar aðgerðarleysi stjórnar BYKO vegna hvatningar sem hreyfingin sendi BYKO og ELKO í byrjun september um að hætta að selja SodaStream vörur.

Með því gætu fyrirtækin sýnt ábyrga afstöðu og horfið frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream vörur er verið að hagnast á aðskilnaðarstefnu og landráni Ísraelsmanna, að því er segir í tilkynningu BDS.

Engin viðbrögð bárust frá fyrirtækjunum svo BDS hóf undirskriftasöfnun auk þess sem fyrirtækjunum bárust hundruðir tölvupósta.

Síðastliðinn miðvikudag barst svo yfirlýsing frá stjórn BYKO í fjölmiðlum þar sem kom fram að „stjórn Byko gæti ekki tekið afstöðu til jafn eldfims pólitísks deilumáls þar sem slíkt myndi skaða viðskiptahagsmuni Bykos“. Það kom síðan í ljós í gær að stjórn BYKO hafði ekki sent út yfirlýsinguna og hefur því ekki brugðist á neinn hátt við hvatningu BDS.

Í tilkynningu BDS vegna þessa segir:

„Hreyfingin BDS Ísland harmar aðgerðarleysi stjórnar BYKO og skorar hér með enn og aftur á stjórnendur fyrirtækisins að bregðast við áskorun hreyfingarinnar og þeirra Íslendinga sem hafa hvatt fyrirtækið til þess að láta af sölu á SodaStream.

Með því að versla SodaStream er verið að styðja landrán og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna – með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×